Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 09:45

LPGA: Viðtal við Ólafíu á LPGA vefnum – Derrick Moore aðstoðar Ólafíu

Á vef LPGA er viðtal við Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur – Það má sjá (á ensku) með því að SMELLA HÉR: 

Viðtalið ber fyrirsögnina „Skoskur þjálfari aðstoðar Kristinsdóttur,“ (hér að neðan fer það í lauslegri íslenskri þýðingu:)

Í viðtalinu segir að Ólafía hafi átt 2. hring upp á 2 undir pari, 70 högg og hafi þar með farið úr 37. sætinu í 6. sætið á Opna skoska.

Í viðtalinu segir Ólafía m.a.: „Ég hef alltaf haldið (boltanum) í leik og haft vindinn undir stjórn. Jamm, það var virkilega erfitt hérna með vindinn. En já, við gerðum bara okkar besta og það var virkilega gott.“

Derrick Moore. Mynd: Golf 1

Derrick Moore. Mynd: Golf 1

Eins kom fram að skoski þjálfarinn Derrick Moore, sem kennir hér á Íslandi hafi gefið Ólafíu góð ráð.

Maður verður bara að sætta sig við það sem maður fær og ég hef mikla reynslu af slæmu veðri í Íslandi,“ sagði Ólafía síðan brosandi.

Þannig að það hjálpar. Já, þjálfarinn minn er líka frá Skotlandi, þannig að hann gaf mér nokkur ráð áður en ég hóf leik hér og svo eru það höggin sem ég hef verið að slá alla vikuna. Þau eru hálf og ég held þeim lágum, þannig að vindurinn hafi ekki of mikil áhrif á þau. Það tekur spinnið úr. Þannig að það hefir verið virkilega gott.“

Í viðtalinu segir líka að önnur gulrót fyrir Ólafíu sé hugsanlegur þátttökuréttur í Ricoh Opna breska kvenrisamótinu í næstu viku.

Ólafía sagði um það: „Því miður uppfyllti ég ekki skilyrðin til að taka þátt í mánudagsúrtökumótinu, þannig að þetta er eini sjénsinn minn.“