Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 01:00

PGA: Martin Flores efstur í hálfleik RBC Opna kanadíska – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Martin Flores, sem er efstur eftir 2. dag á RBC Opna kanadíska.

Flores hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Matt Every, Gary Woodland og Brandon Hagy (allir frá Bandaríkjunum) aðeins 1 höggi á eftir Flores.

Mótið fer fram á Oakville golfvellinum í Ontario, Kanada, 27.-30. júlí 2017.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RBC Opna kanadíska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á RBC Opna kanadíska SMELLIÐ HÉR: