Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 23:30

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-15 og Andri Þór T-30 í Danmörku

Haraldur Franklín Magnús, GR og Andri Þór Björnsson, GR tóku þátt í Gamle Fredriksborg mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League.

Mótið stóð dagana 26.-28. júlí 2017 og lauk því í dag

Haraldur Franklín deildi 15. sætinu með 3 öðrum kylfingum, en hann  lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (69 69 69).

Andri Þór lauk keppni T-30, þ.e. deildi 30. sætinu einnig með 3 öðrum kylfingum og lék samtals 5 undir pari, 211 höggum (74 64 73).

Ólafur Björn Loftsson, GKG tók einnig þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurði á sléttu pari (72 72), og munaði aðeins 1 höggi að honum tækist að komast gegnum niðurskurð.

Sigurvegari í mótinu varð Daniel Jennevret, frá Danmörku, eftir bráðabana við Finnann Simo Haavisto , en þeir léku samtals á 15 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Gamle Fredriksborg SMELLIÐ HÉR: