Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 20:00

EM yngri kylfinga 2017: Góð frammistaða íslensku kylfinganna á 2. degi

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á Evrópumóti yngri kylfinga sem fram fer í Osló, þau: Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG).

Fararstjóri er Sturla Höskuldsson, golfkennari hjá GA.

Íslensku keppendurnir á EM yngri kylfinga 2017 ásamt fararstjóra.

Íslensku keppendurnir á EM yngri kylfinga 2017 ásamt fararstjóra.

Mótið stendur dagana 27.-29. júlí 2017.

Fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun er Dagbjartur T-20 á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) í piltaflokki, en Kristófer Karl T-29 á 6 yfir pari, 150 höggum (80 70), en Kristófer stórbætti sig á 2. hringum – var með 10 högga sveiflu milli hringja.

Í stúlknaflokki er Hulda Clara T-24 á 11 yfir pari, 155 höggum (73 82) en Andrea Ýr T-31 á 14 yfir pari, 158 höggum (77 81).

Lokahringurinn verður spilaður á morgun.

Sjá má stöðuna á EM yngri kylfinga með því að SMELLA HÉR: