Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 12:00

DJ að jafna sig í bakinu

Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson, (DJ), vonast til að bakverkir hans heyri nú fortíðinni til, eftir fall í stiga fyrir Masters risamótið í apríl s.l., sem varð til þess að hann var frá keppni um tíma.

(DJ) tók þátt í Opna breska í síðustu viku og varð T-54.

Hann sagðist enn vera reglulega í meðferð til þess að draga úr vöðvaspennu og hinn 33 ára DJ vonast til að verða í nógu góðu formi til þess að vera meðal efstu manna í síðasta risamóti karlanna í ár, þ.e. US PGA Championship, sem fram fer í  Quail Hollow.

Þetta voru ekki bein eða neitt í líkingu við það, bara vöðvar (sem meiddust)„, sagði DJ á fréttamannafundi fyrir Canadian Open.

Ég finn enn til. Þetta eru engir verkir en þetta er allt svolítið stíft ennþá. Ég verð að vera í meðferð í góðan tíma enn til þess að reyna að losa um þessa vöðva og sinar.“

Andlega er e.t.v. svolítill skortur á sjálfstrausti kannski, vegna þess að ég var að spila svo vel fyrir (Masters) og líklega sl. 10-12 mánuði þar á undan, u.þ.b. ár fyrir Masters var ég að spila virklega gott golf. Kannski jafnvel meira en ár.“

Þetta hefir verið svolítið ströggl, að bara koma aftur. Ég hef varið miklum tíma og vinnu bara að komast aftur á þann punkt sem ég var á.

Ég er farinn að sjá árangur, þannig að þetta er allt í lagi, þetta er allt jákvætt og það er á öruggri leið áfram.“

DJ var á 64 höggum á 3. degi á Royal Birkdale, sem sýnir að hann er á góðum batavegi, þrátt fyrir að hafa verið á 7 yfir pari, 77 höggum á lokadeginum, sem eyðilagði heildarskorið og hann fór niður skortöfluna.

Ég átti góðan hring á laugardaginn og síðan strögglaði ég svolítið á sunnudeginum á Opna,“ sagði DJ.

Að koma hingað, ég meina augljóslega hef ég spilað á s.l. árum á Glen Abbey, mér líkar þessi golfvöllur, ég hef spilað vel hér sl. ár og ég hlakka til þess að spila völlinn nú í ár.“

Mér finnst eins og leikur minn sé að snúast við og það er góður tími fyrir hann að gera svo, ég á stórar vikur framundan, þessa viku og næstu viku og síðan PGA, þannig að það hefir verið gott og ég er bara að leggja mikið á mig og vinna í spilinu mínu.