Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 07:15

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á Opna skoska kl. 7:15 – Fylgist með HÉR

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnkylfingur úr GR, hefur keppni  á Opna skoska í þessum skrifuðum orðum, eða kl. 8:15 að staðartíma, sem er 7:15 að okkar tíma.

Mótið fer fram á Dundonald strandvellinum.

Í ráshóp með Ólafíu eru Marissa Steen og Sally Watson.

Þetta er 15. mótið sem Ólafía Þórunn spilar í á LPGA mótaröðinni og vonandi, sem alltaf, að henni gangi sem allra best!!!

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: