Frá Vestmannaeyjavelli – Völlurinn er ótrúlega fallegur! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 09:00

Íslandsmót 35+ hefst í Vestmannaeyjum í dag

Íslandsmót +35 hefst í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudaginn, 27. júlí 2017.

Veðurspáin er með ágætum fyrir keppnisdagana þrjá en keppni lýkur á laugardaginn.

Innifalið í mótsgjaldi er lokahóf að hætti Eyjamanna sem haldið verður á laugardagskvöldinu.

Leikfyrirkomulag er höggleikur í flokki karla og kvenna og eru 54 holur leiknar á þremur dögum.

Keppt er í forgjafaflokkum eins og sjá má meðfylgjandi skýringamynd:

1-a-a-a-a-a-a-skyringarmynd