Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 04:00

Guðrún Brá í 2. sæti eftir 1. dag á EM í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún lék á -3 á fyrsta keppnisdeginum af alls fjórum og er hún í öðru sæti á 69 höggum. Guðrún Brá fékk alls 6 fugla og þrjá skolla á hringnum.

Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á -4 eða 68 höggum. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti.

Saga Traustadóttir úr GR lék á 77 höggum eða +5 og Ragnhildur Kristinsdóttir liðsfélagi hennar úr GR lék á 81 höggi (+9). Saga er í 104. sæti og Ragnhildur er í 129. sæti.

Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.

Sjá má stöðuna á EM kvenna með því að SMELLA HÉR: