Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2017 | 11:00

Opna breska 2017: Nicklaus eys Spieth lofi

Jack Nicklaus fannst svo mikið til sigurs Jordan Spieth á Opna breska að hann fór á Twitter aðeins 2 tímum eftir sigurræðu Spieth og skrifaði (350 orð á ensku um hrifningu sína á Spieth):

Spieth og Nicklaus eru þeir einu sem sigrað hafa á 3 mismunandi risamótum fyrir 24 ára aldurinn.

Nicklaus undirstrikaði líka á Spieth hafi unnið í 3 fleiri mótum en hann hafði undir beltinu á sama aldri og skýrði út hversu þroskaður sér þætti Spieth vera miðað við aldur.

Nicklaus sagði líka að dropp Spieth á 13. holu Royal Birkdale þar sem hann gekk tilbaka til að spila lengra högg af æfingasvæðinu, sem leiddi til skolla „ótrúlega ákvörðun og ótrúlega fimmu.“

Hér fer í lauslegri þýðingu það sem Nicklaus sagði á Twitter:

Sigur @JordanSpieth á Opna breska sýndi hugrekki hans, ákveðni og hæfni. Það var virklega gaman að fylgjast með. Matt Kuchar var frábær. Hann spilaði mjög stöðugt, sólíd golf. Matt gat bara ekki sett niður nein pútt. En hann spilaði svo gott golf (að öðru leyti). Mér finnst að Jordan hafi séð fyrir allri spennunni.

Það var eins og Jordan væri með hjól undir fótunum eftir teighöggið á 13. Og þó það hafa tekið hann langan tíma milli teighöggsins og næsta höggs, þá fann Jordan út hvað ætti að gera. Ég veit ekki hvort ég hefði tekið upp á því að fara á æfingasvæðið til að taka þetta högg. Þetta var ótrúleg ákvörðun og ótrúleg fimma. Púttið var frábært. Líkt og þegar Sergio Garcia bjargaði pari á 13. holu á Augusta National á lokahring the Masters, þá finnst mér skolli Jordan á 13. holunni vera lykillinn að hring hans. Hann náði þessu pútti og allt í einu var eins og kveikt hefði verið á honum. Það var eins og hann segði: „Hey, ég hef látið þennan titil renna mér úr greipum. Ég þarf að snúa mér að vinnunni aftur.“

 Og svo kom hann, búmm, búmm, búmm …. og fylgdi þessum skolla á 13. eftir með frábærum golfhöggum og frábærum púttum og lék loka fimm holurnar á 5 undir pari, ég var mjög ánægður hans vegna og dáðist að hugrekki hans, ákveðni og hæfni hans. 

Ég hugsa að maður verði að læra að spila á strandvöllum. Það er ekki bara gaman; þetta er áunninn hæfileiki. Maður verður að verja tíma að læra hvernig eigi að gera það og hvað eigi að gera í tilteknum kringumstæðum. Þetta er gríðarleg æfing í aga.

Mikið var fjallað um þá staðreynd að Jordan og ég náðum að vinna 3 risamót (af 4) til að ná Grand Slam fyrir 24 ára aldurinn. En lítið á; hann hefir unnið 11 mót og ég hafði bara unnið 8 fyrir 24 ára aldurinn. 

Ef þið lítið á sigur hans og hvernig hann vann þá hefir Jordan sýnt fram á ótrúlegan þroska fyrir einhvern sem er svo ungur og hann hefir sýnt það í þó nokkurn tíma.