Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2017 | 23:59

Opna breska 2017: Spieth sigraði!

Jordan Spieth vann í kvöld 3. risatitil sinn, þegar hann lyfti Claret Jug á Royal Birkdale.

Þetta er í 1. skipti, sem Spieth sigrar á Opna breska.

Áður hefir Spieth sigrað á Masters og Opna bandaríska, í bæði skiptin 2015.

Spieth lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (65 69 65 69) og var það sigurskorið á Opna breska 2017!

Í 2. sæti varð Matt Kuchar, sem aldrei hefir sigrað á risamóti, en hann lék á samtals 9 undir pari og í 3. sæti, sem e.t.v. kemur svolítið á óvart, varð kínverskur kylfingur, Haotong Li á samtals 6 undir pari.

Rory deildi 4. sætinu með Rafa Cabrera Bello, en þeir voru báðir á samtals 5 undir pari, hvor

Sjá má l0kastöðuna í heild á Opna breska 2017 með því að SMELLA HÉR: