Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2017 | 09:30

LPGA: Ólafía Þórunn T-60 e. 3. dag á Marathon Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hóf leik á fimmtudaginn á LPGA mótinu Marathon Classic, sem fram fer í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum.

Þetta er 14. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims og í 7. skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurð

Eftir 3 keppnisdaga er Ólafía Þórunn samtals búin að spila á sléttu pari, 213 höggum (71 70 72) og er T-60.

Í efsta sæti eftir 3. hring er nýliðinn Nelly Korda á samtals 15 undir pari.

Sjá má stöðuna á Marathon Classic með því að SMELLA HÉR: