Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2017 | 16:00

LPGA: Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurð!!! Var að hefja 3. hring – Fylgist m/ HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hóf leik á fimmtudaginn á LPGA mótinu Marathon Classic, sem fram fer í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta er 14. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims.

Ólafía lék á einu höggi undir pari í dag á öðrum hring mótsins eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari vallar. Hún er í 52. sæti og komst í gegnum niðurskurðinn eins og áður segir.

Í byrjun júní náði Ólafía Þórunn sínum næst besta árangri á LPGA mótaröðinni þegar hún endaði í 36. sæti á Thornberry Creek mótinu. Besti árangur hennar er 30. sæti. Eins og staðan er núna er Ólafía Þórunn í 121. sæti stigalistans á LPGA mótaröðinni.

Á stigalista LPGA var Ólafía Þórunn í 131. sæti fyrir síðasta mót og hefur hún náð að klifra upp um 10 sæti.

Hún þarf að vera á meðal 100 efstu í lok tímabilsins til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili.

Þeir kylfingar sem eru í sætum 101.-125 í lok tímabilsins fá takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili en þurfa samt sem áður að fara í gegnum lokaúrtökumótið í desember.

Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á Marathon Classic á skortöflu með því að SMELLA HÉR: