Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2017 | 02:00

Opna breska 2017: Jordan Spieth í forystu í hálfleik

Þegar Jordan Spieth fékk örn á 15. braut á Royal Birkdale fór forysta hans í 3 högg og nokkuð vonlaust fyrir aðra að ná honum.

Sjá má glæsiörn Spieth með því að SMELLA HÉR: 

Spieth vermir nú efsta sætið á Opna breska í hálfleik, búinn að spila á samtals 6 undir pari, 134 höggum (65 69).

Hann sagði eftir hringinn glæsilega: „Í hvert skipti sem maður er í lokaráshóp um helgi í risamóti og þetta er hugsa ég eitt af tylft tilvika sem ég hef verið í forystu á risamóti, þá verður maður stressaður. Ég verð það nú um helgina. En mér finnst það gott því svo lengi sem maður nálgast þessa taugveiklun af jákvæðni og viðurkennir að það sé einmitt hún sem maður vill finna fyrir vegna þess að maður er í stöðu sem maður vill vera í þá er mun auðveldara að slá stöðug högg og vera með stöðuga hringi. Þannig að mér líður vel nú.“

Matt Kuchar er í 2. sæti á samtals 4 undir pari. Munurinn á honum og Spieth er sá að Kuchar hefir aldrei sigrað í risamóti.

Það sama er að segja um Ian Poulter og Brooks Koepka sem deila 3. sætinu; báðir á samtals 3 undir pari, hvor.

Poulter sagði eftir 2. hringinn: „Tilfinningin er algjörlega æðisleg, virkilega. Að ganga á 18. og fara af flöt á teig var virkilega sérstakt í dag. Það eru margir áhangendur og þeir voru allir að veita mér stuðning. Þannig að það er virkilega næs að vera í þessari stöðu að koma með góð skor og halda mér ofarlega á skortöflunni. Það var meiriháttar.“

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska 2017 SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta að morgni  2. keppnisdags á Opna breska 2017 (aðallega Kuchar og McIlroy) með því að SMELLA HÉR: