Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur náði ekki niðurskurði í Vaudreuil

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Le Vaudreuil Golf Challenge sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram 20.-23. júlí 2017 í Vaudreuil, í Frakklandi.

Birgir Leifur lék samtals á 4 yfir pari, 146 höggum (72 74).

Niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari eða betra.

Enski kylfingurinn Aaron Rai er í forystu í hálfleik á 11 undir pari, 131 höggum (66 65).

Til þess að sjá stöðuna á Le Vaudreuil Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: