Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 11:00

LPGA: Paige Spiranac gagnrýnir nýjan dresskóða kvenna á LPGA

Kylfingurinn Paige Spiranac vakti fyrst athygli þegar henni var boðin þátttaka í móti Evrópumótaraðarinnar á grundvelli þess hversu marga fylgjendur hún átti á félagsmiðlunum. Það vakti reiði og gagnrýni margra – Sjá m.a. grein Golf 1 þar um, með því að SMELLA HÉR:

Spiranac heldur úti vefsíðu og birti nú nýlega grein á fortune.com þar sem hún gagnrýnir nýja stefnu LPGA um dresskóða kvenkylfinga.  Greinin birtist hér í lauslegri íslenskri þýðingu:

„Fyrr í þessum mánuði birti LPGA nýja stefnu varðandi dresskóða á mótaröðinni sem takmarkar val kvenkylfinga á golffatnaði í mótum mótaraðarinnar. Meðal hinna nýju reglna er eftirfarandi: ekki má vera í leggings (nema þær séu undir stuttbuxum eða stuttbuxnapilsum), ekki má vera í joggingbuxum né neinu sem verður þess valdandi að brjóstaskora kvenkylfinganna sjáist.

Ég virði og skil að golf er umvafið hefðum og að sérstakar reglur og reglugerðir verður að halda í heiðri. En sem bæði sendiherra golfsins og stuðningsmanns framfara í kvenréttindum og jafnrétti í samfélagi okkar finnst mér þessar nýju reglur vera að hamla framþróun í kvennagolfinu.

Í gegnum árin hefir golfið þróast úr að vera tómstundagaman með kylfu og bolta í það að vera samkeppnisíþrótt fyrir mjög hæfa íþróttamenn. Leikmenn verja ekki aðeins óteljandi tímum í að fínstilla tækni sína á vellinum, heldur einnig við að bæta styrk sinn, stöðuleika og þol í ræktinni. Atvinnukylfingur 21. aldarinnar, verður líka að vera íþróttamaður.

Snemma 1900 kom fram sú tillaga að konur ættu að forðast að slá boltann lengra en 70-80 yarda (64-73 metra) þar sem „staðan og bendingar sem þarf til þess að taka fulla sveiflu væru ekki sérlega þokkafullar þegar leikmaðurinn væri í kvengolffatnaði.“ Konur voru settar undir félagslega pressu, jafnvel þegar það þýddi að þær gætu ekki framkvæmt golfsveifluna á réttan máta.

Í öðrum atvinnumannaíþróttum hefir fatnaður þróast til þess að mæta nútíma sniðum og efnum og aðallega líkamlegum þörfum íþróttamannsins. Stangastökkvarar stökkva t.a.m. oft í íþróttabrjóstahöldurum og stuttbuxum til þess að skapa rúm til að hreyfa útlimina en takmarka hins vegar fatnað sem gæti snert stöngina. Tennisspilarar eru í ermalausum bolum og skirtum og spandex stuttbuxum þannig að þær geti slegið, teygt sig í og hent sér á boltann á sem áhrifaríkastan hátt. Á sama hátt til þess að geta framkvæmt allt á sem bestan hátt, þá þurfa kylfingar að vera færir um að snúa sér, teygja sig, setjast niður á hækkjur sér og beygja sig, oft í slæmu veðri og allt að fimm eða sex klukkustundir í einu.

Vegna þeirrar auknu líkamlegu áreynslu í íþróttinni þá hafa golffatnaðurfyrirtæki innleitt fleiri frammistöðuþætt efni í hönnun sinni og hafa uppfært stíl, sem fallið hafði úr tísku í gegnum árin. Takmarkandi tweed og hnésíðum pilsum var breytt í sveigjanleg LYCRA pils með innbyggðum stuttbuxum. Þykkum bómullarpólópeysum var breytt í ermalausa toppa með þeim nýjungum, að hægt var að taka sólverjandi ermarnar af. Reyndir sem og nýir leikmenn löðuðust að hönnuninni vegna þessarar blöndu af notagildi og stílhreinnar fagurfræði.

Fram að þessu hafa ekki komið fram nein tilvik eða ljósmyndir af LPGA leikmönnum sem hafa verið klæddir þannig að það varpi neikvæðu ljósi á LPGA mótaröðina. Vegna þessa þá er auðvelt að gera ráð fyrir að nýi dresskóðinn sé einfaldlega formlegheit sem muni ekki hafa mikil áhrif á leikinn. En ef LPGA leikmennirnir sjálfir eru ekki vandamálið þá kunna þessar nýju reglur að hafa verið settar sem útilokunarráðstöfun til að tryggja að aðeins leikmenn sem endurspegla hefðbundnar, íhaldssamar reglur golfsins dragist að að og skari fram úr í íþróttinni.

Ennfremur, burt séð frá því að tiltaka sérstakan stíl af kjólum, þá er einnig og kannski óviljandi, verið með mismunun gagnvart vissum líkamsgerðum, sem konur hafa enga stjórn yfir.

Svo tekið sé dæmið um bann gegn því að sjáist í brjóstaskorur. Hvenær er hálsmálið þannig að brjóstaskorur myndist? Í þessu tilviki er þéttvaxin, holdugri kona líklegri til þess að verða fyrir barðinu á þessu banni og hún líklega sektuð oftar en kona með minni brjóst. Í heimi þar sem konur eru stöðugt og stundum óviljandi kyngerðar, þá er þessi nýja regla enn ein ástæðan fyrir því að konur skammist sín fyrir líkama sína og áminning um að þær verði að breyta hegðun sinni vegna utanaðkomandi viðhorfa.

Ef fagmennsku í golfi er jafnað við íþróttamennsku, þá ætti að kynna og efla íþróttamennsku, sem merkir að það ætti að leyfa  fötin sem stuðla að aukinni íþróttamennsku. Með því að stimpla konur sem „ófaglegar“ þegar sést í brjóstaskoru eða stuttbuxur undir pilsi þá er LPGA samstíga úreltum staðalmyndum um tengsl milli klæðnaðar kvenna og siðferðis hennar og eins að vísa til þess að konur hafi ekki stjórn yfir því hvernig líkamar þeirra eru meðteknir, heldur þurfi þær að beygja sig fyrir duttlungum augnaráðs karlmannsins.

Ef vandamálið er við yngri, upprennandi kylfinga sem eru annaðhvort óþreytandi í að vinna sig upp í gegnum Symetra og minni mótaraðirnar eða eru að taka upp kylfu í fyrsta sinn þá er ekki hægt að líta á gerð þessa nýja dresskóða sem formlegheit, heldur mun fremur sem reglugerð sem bannar þarfar breytingar í þessari frábæru íþrótt.

Ég skrifa mig e.t.v. ekki í golfsöguna sem besti kvenkylfingur sem spilað hefur; en hvað um það, ætlun mín er að gera hvað sem ég get til að leikurinn vaxi.  Á tímum árþúsundskipta, kvenréttinda og kvenvalda, þá vona ég að rödd mín hjálpi til að hvetja næstu kynslóð frábærra kveníþróttamanna og kylfinga til að stoppa að félagslegt óréttlæti og fordómar læðaist inn í leikinn, sem var mér mjög ungri svo kær.

Höfundur ofangreindrar greinar Paige Spiranac er atvinnukylfingur