Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Vikar efstur í karlaflokki eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik

Hinn tvítugi Vikar Jónasson sýndi allar sínar bestu hliðar á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik.

Keilismaðurinn lék gríðarlega vel í dag og kom inn í klúbbhúsið á 65 höggum eða 6 höggum undir pari.

Hann er með eitt högg í forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson og tvö högg á Egil Ragnar Gunnarsson úr GKG.

Gott skor var í karlaflokknum á fyrsta hringum enda voru aðstæður á Hvaleyrarvelli gríðarlegae góðar; nánast logn, skýjað og kjöraðstæður til að skora vel á frábærum keppnisvelli.

Staða efstu manna í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik eru eftirfarandi: 
1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6)
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5)
3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4)
4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3)
4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3)
6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2)
6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2)
6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2)
9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1)
10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1)
10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1)
10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1)