Claret Jug – verðlaunabikar Opna breska
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2017 | 07:30

Opna breska 2017: 3. risamót ársins hefst í dag! – Fylgist með HÉR

Það risamót sem er elst og á sér flestar hefðir hefst í dag á Royal Birkdale.

Þetta er í 10. skipti sem Opna breska fer fram á Royal Birkdale og í 146. skipti sem mótið fer fram.

Royal Birkdale opnaði 1889, en fór gegnum gagngerar breytingar 1922 framkvæmdar af  Fred Hawtree og JH Taylor. 

Frá því að Opna breska fór fyrst fram 1954 hefir völlurinn (ásamt Royal Lytham) verið sá völlur þar sem Opna breska hefir oftast farið fram, ef undan er skilin sjálf vagga golfsins, St Andrews.

Þegar Opna breska fór fyrst fram á Royal Birkdale sigraði Peter Thomson fyrsta af 3. risatitilum sínum á Opna breska í röð og hann sneri síðan aftur til vallarins 1965 og bætti við 5. og síðasta risatitli sínum á Opna breska.

Allir helstu kylfingar heims eru meðal þátttakenda nú í ár og spennan gríðarleg, eins og ávallt, hver hampar Claret Jug á sunnudaginn.

Fyrstu kylfingarnir eru nú þegar farnir út og má fylgjast með stöðunni á Opna breska með því að SMELLA HÉR: