LPGA: Ólafía Þórunn keppir á sínu 14. LPGA móti – fylgist með gengi hennar HÉR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur í dag, fimmtudaginn 20. júlí keppni á LPGA mótinu Marathon Classic sem fram fer í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta er 14. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims. Ólafía Þórunn hefur leik kl. 16:48 að íslenskum tíma.
Hægt að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu með því að SMELLA HÉR:
Í byrjun júní náði Ólafía Þórunn sínum næst besta árangri á LPGA mótaröðinni þegar hún endaði í 36. sæti á Thornberry Creek mótinu. Besti árangur hennar er 30. sæti. Eins og staðan er núna er Ólafía Þórunn í 121. sæti stigalistans á LPGA mótaröðinni.
Á stigalista LPGA var Ólafía Þórunn í 131. sæti fyrir síðasta mót og hefur hún náð að klifra upp um 10 sæti.
Hún þarf að vera á meðal 100 efstu í lok tímabilsins til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili.
Þeir kylfingar sem eru í sætum 101.-125 í lok tímabilsins fá takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili en þurfa samt sem áður að fara í gegnum lokaúrtökumótið í desember.
Það er vonandi að Ólafíu Þórunni „okkar“ gangi allt í haginn í dag í Ohio!!!
Texti: GSÍ með smá breytingum Golf 1
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
