Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2017 | 17:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk keppni T-41í Zell am See Kaprun Open mótinu

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Zell am See Kaprun Open mótinu, sem fór fram 17.-19. júlí og lauk í dag og er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Spilað var á Kitzsteinhorn golfvellinum, sem er í Golfclub Zell am See-Kaprun – Saalbach-Hinterglemm, í Austurríki

Þórður Rafn lék á samtals 3 undir pari, 210 höggum (67 71 72) og varð jafn 3 öðrum kylfingum í 41. sæti eða T-41.

Sigurvegari í mótinu varð þýski kylfingurinn Alexander Herrmann, sem er áhugamaður, en hann lék á 21 undir pari (67 61 64).

Til þess að sjá lokastöðuna á  Zell am See Kaprun Open mótinu SMELLIÐ HÉR: