Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2017 | 20:00

Íslenska karlaliðið leikur í efstu deild á EM að ári eftir sigur gegn Belgíu

Íslenska karlalandsliðið tryggði sér í dag keppnisrétt í efstu deild á Evrópumótinu í golfi á næsta ári með því að leggja Belgíu að velli í dag.

Evrópumótið fer fram á Diamond-vellinum í Austurríki og leikur Ísland um sæti 9.-12.

Fjögur neðstu liðin keppa um fall í 2. deild og með sigrinum í dag tryggði Ísland sér keppnisrétt á EM í efstu deild að ári.

Úrslit leikjanna í dag voru eftirfarandi:

Tvímenningur:

Aron Snær Júlíusson sigraði 1&0

Bjarki Pétursson tapaði sinni viðureign 2&1

Fannar Ingi Steingrímsson sigraði 5&4

Gísli Sveinbergsson A/S

Fjórmenningur:

Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson sigruðu 3&1

Sjá má stöðuna á EM með því að SMELLA HÉR: