Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2017 | 15:00

GHH: Óli Kristján klúbbmeistari GHH 2017

Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar fór fram dagana 7.-9. júlí 2017.

Upphaflega voru þátttakendur 6 og luku 3 keppni og var keppt í einum karlaflokki.

Klúbbmeistari GHH 2017, eins og svo mörg undanfarin ár er Óli Kristján Benediktsson. Glæsilegt!!!

Gaman væri nú að sjá kvenkylfinga taka þátt í Meistaramóti GHH, en margir góðir kvenkylfingar eru á Höfn í Hornafirði!!!

Hér má sjá úrslitin í Meistaramóti GHH 2017: 

1 Óli Kristján Benediktsson GHH 4 F 39 40 79 9 85 74 79 238 28
2 Guðmundur Kristján Guðmundsson GHH 4 F 41 52 93 23 86 83 93 262 52
3 Magnús Sigurður Jónasson GHH 13 F 50 40 90 20 85 93 90 268 58
4 Halldór Sævar Birgisson Forföll GHH 3 F 42 39 81 11 80 81 161 21
5 Guðmundur BorgarForföll – 0