Signý Marta Böðvarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2017 | 14:00

Signý Marta Böðvarsdóttir fór holu í höggi!!!

Signý Marta Böðvarsdóttir, GR, náði draumahöggi allra kylfinga þann 10. júlí 2017 sl.

Hún var að spila Landið á Korpunni og fékk ásinn á 25. holu!!!

Stórglæsilegt!!!

Signý Marta er móðir kylfinganna snjöllu Böðvars Braga og Helgu Signýjar Pálsbarna og ekki erfitt að sjá hvaðan þau hafa golfgenin!!!

Golf 1 óskar Signýju Mörtu  til hamingju með ásinn!!!