Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn T-46 f. lokahringinn á Thornberry Creek LPGA Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst í gegnum sinn 6. niðurskurð í 13 LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í, en Thornberry Creek LPGA Classic er 13. LPGA mótið sem hún tekur þátt í.

Samtals hefir Ólafía Þórunn spila á 9 undir pari, 206 höggum (68 70 68).

Ólafía er T-46, þ.e. deilir 46. sætinu ásamt 5 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Katherine Kirk frá Ástralíu á samtals 21 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Thornberry Creek LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: