Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-23 f. lokahring Prague Golf Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk í dag við að spila 3. hringinn á Prague Golf Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 208 höggum (69 67 72).

Fyrir lokahringinn er Birgir Leifur T-23, þ.e. deilir 23. sætinu með 7 öðrum kylfingum.

Íslandsvinurinn enski Garrick Porteous er efstur fyrir lokahringinn á samtals 19 undir pari.

Sjá má stöðuna á Prague Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: