Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-16 í hálfleik á Prague Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Prague Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Spilað er í höfuðstað Tékklands, Prag og stendur mótið dagana 6.-9. júlí 2017.

Þegar mótið er hálfnað er Birgir Leifur T-16, þ.e. deilir 16. sætinu með 5 öðrum kylfingum.

Birgir Leifur hefir samtals spilað á 8 undir pari, 136 höggum (69 67).

Í efsta sæti í hálfleik er Rhys Enoch frá Wales á samtals 12 undir pari og munar því 4 höggum á honum og Birgi Leif.

Til þess að sjá stöðuna á Prague Challenge SMELLIÐ HÉR: