Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 15:27

PGA: Lingmerth leiðir á Quicken Loans í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Það er sænski kylfingurinn David Lingmerth, sem leiðir á Quicken Loans National í hálfleik.

Lingmerth er búinn að spila hringina tvo á samtals 10 undir pari, 130 höggum (65 65).

Á 2. hring skilaði Lingmerth skollalausu skorkorti; fékk 5 fugla og 13 pör.

Í 2. sæti er Ástralinn Geoff Ogilvy á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR: