Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 07:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur náði niðurskurði á Scottish Challenge!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, náði niðurskurði á Scottish Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur hefir spilað á samtals sléttu pari, 142 höggum (73 69). Birgir Leifur er sem stendur T-49, þ.e. deilir 49. sætinu með 7 öðrum kylfingum.

Annar hringurinn hjá Birgi Leif var sérlega glæsilegur, en hann lék þann hring á 2 undir pari, 69 höggum – fékk 4 fugla og 2 skolla.

Niðurskurðurinn var miðaður við 1 yfir pari eða betra.

Efstur í hálfleik er Svíinn Mikael Lundberg á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65).

Sjá má stöðuna á Scottish Challenge með því að SMELLA HÉR: