Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 07:00

Aron Snær og Gísli úr leik á EM einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, GKG og Gísli Sveinbergsson , GK, eru úr leik á EM einstaklinga, en mótið stendur dagana 28. júní – 1. júlí 2017 og lýkur því í dag.

Aðeins munaði 1 höggi á Aron Snær kæmist í gegnum niðurskurð sem miðaður var við 2 undir pari eða betra.

Alls lék Aron Snær á 1 undir pari, 215 höggum (74 73 68).

Gísli var hins vegar á 9 yfir pari, 225 höggum (79 75 71).

Til þess að sjá stöðuna á European Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: