Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 07:40

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur hefur keppni í dag á Scottish Challenge – Fylgist með hér

Birgir Leifur Hafþórssson hefur leik í dag, á Scottish Challenge mótinu, en mótið er hluti  Áskorendamótaraðarinnar.

Mótið fer fram á Macdonald Spey Valley GC, í Skotlandi, dagana 29. júní – 2. júlí 2017.

Birgir Leifur á rástíma, akkúrat þegar þessi frétt er rituð kl. 7:40 að íslenskum tíma (þ.e. kl. 8:40 að staðartíma).

Í ráshóp með Birgi Leif eru Lorenzo Gagli og Matt Ford.

Til þess að fylgjast með skori Birgis Leifs á Scottish Challenge SMELLIÐ HÉR: