Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 20:00

Daníel Ísak og Ragnar Már T-58 e. 2. dag Opna írska áhugamannamóts unglinga

Daníel Ísak Steinarsson GK og Ragnar Már Ríkarðsson, GM, hófu í gær leik á Opna írska áhugamannamóti unglinga eða m.ö.o. Irish Boys Amateur Open Championship.

Mótið, sem er eitt sterkasta unglingamót Evrópu  fer fram í Castletroy GC á Írlandi, dagana 27.-30. júní 2017.

Þátttakendur eru 144.

Daníel Ísak og Ragnar Már eru báðir á sama skorinu eftir 2. dag þ.e. 9 yfir pari, 153 höggum; Daníel Ísak (76 77) og Ragnar Már (82 71) og T-58 þ.e. deila 58. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Skorið er niður í mótinu eftir 3. keppnisdag.

Sjá má stöðuna á Opna írska áhugamannamóti unglinga með því að SMELLA HÉR: