Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 20:45

Viðtalið: Andri Steinn Sigurjónsson, GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í dag og var Golf 1 á staðnum í glampandi sólskini og góðu veðri eins og best gerist í Eyjum. Einn þátttakenda er Andri Steinn og var eftirfarandi viðtal tekið við hann:

Fullt nafn:  Andri Steinn Sigurjónsson.

Klúbbur:  GV.

Hvar og hvenær fæddistu?   24. ágúst 2001.

Hvar ertu alinn upp?  Hér í Vestmannaeyjum.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er að fara í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum í haust og vinn á sumrin við að slá garða.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég á foreldra og 5 systkini – Pabbi og einn eldri bróðir minn spila golf.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Það var örugglega bara 6 ára.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?   Pabbi dró mig í það þegar ég var lítill.

Skógarvellir eru í meira uppáhaldi hjá Andra Steini en strandarvellir.

Skógarvellir eru í meira uppáhaldi hjá Andra Steini en strandarvellir.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Skógarvelli af því að umhverfið er fallegri.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?  Holukeppni – það er einhvern veginn meiri keppni.

Hvað fannst þér um að Íslandsmótið í holukeppni væri spilað sem 13 holu mót? Það var öðruvísi, en það var fínt og fín tilbreyting.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?  Auðvitað Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum.

Frá Vestmannaeyjavelli - Völlurinn er ótrúlega fallegur! Mynd: Golf 1

Frá Vestmannaeyjavelli – Völlurinn er ótrúlega fallegur! Mynd: Golf 1

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi?  Nei, hef ekki spilað alla, líklega 12 velli; Þrjá 9 holu velli: Bakkakotsvöll, Svarfhólsvöll á Selfossi og Gufudalsvöll  í Hveragerði, en hinir voru allir 18 holu.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Las Colinas og La Galiana.

Par-3 7. brautin á Las Colinas - uppáhaldsgolfvelli Andra Steins. Mynd: Golf 1

Par-3 7. brautin á Las Colinas – uppáhaldsgolfvelli Andra Steins. Mynd: Golf 1

Hvað ertu með í forgjöf?  17,6.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Man að ég fékk 56 punkta á La Sella.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Það að ná 56 punktum.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei.

Spilar þú vetrargolf?   Já, hér í Vestmannaeyjum (í inniaðstöðu og út í skýli).

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Bara hollt og næringaríkt.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?    Já, fótbolta og handbolta.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Crépes;  Uppáhaldsdrykkur? Fanta Lemon; Uppáhaldsbók? Allavega ekki Neistar ; Uppáhaldstónslist? Allt rapp;  Uppáhaldskvikmynd: The Shawshank Redemption; Uppáhaldsgolfbók:  Ekki hugmynd
Notarðu hanska? Já, Footjoy eða Titleist.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir; Kk: Jordan Spieth.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access

Hvert er draumahollið?  Ég og …. Sævald, Henning Darri og Gulli.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?    Það er Callaway járn 4-pitch; TaylorMade R11 dræver, TaylorMade 3-wood og hálfviti og Titleist Scotty Cameron pútter, 56° og 52° Callaway og 60° Titleist.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, hjá Einari Gunnarssyni.

Ertu hjátrúarfullur?  Já, ég þarf alltaf að tía nákvæmt.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Meginmarkmiðið í golfinu er að ná langt – og í lífinu er það að stofna fyrirtæki og verða ríkur.

Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?  90%

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Bara að hafa jákvætt hugarfar.