Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 14:00

Hver ræður Bones eftir samstarfsslitin við Phil?

Eftir 25 ára samstarf hafa leiðir þeirra Phil Mickelson og kylfusveinn hans Jim “Bones” Mackay skilið – en Lefty sagði að fyrrverandi kylfusveinn hans muni ekki lengi vera atvinnulaus.

Við áttum þessi andartök s.l. 25 ár sem okkur þykir vænt um og þó gátum við sagt að það var kominn tími; að við þurftum að skipta um umhverfi, gera eitthvað allt öðruvisi,“ sagði Mickelson í viðtali hjá golfþætti Golf Channel, Morning Drive.

Bones á eftir að fá tilboð frá fjölda af toppkylfingum, vegna þess að hann er svo frábær kylfusveinn og hann er svo miklu meira en aðeins frábær kylfusveinn á golfvellinum, hann er maður sem þú vilt hafa með þér.

Mickelson vildi að síðasta mótið sem þeir ynnu saman á yrði Opna bandaríska en hann keppti síðan ekki á Erin Hills vegna þess að hann vildi vera við útskrift dóttur sinnar.

Bróðir Phil frá Kaliforníu, Tim, mun taka við taumunum það sem eftir er keppnistímabilisins.

 

„Þetta er tækifæri fyrir mig til að vera meiri tíma með uppáhaldsmanni mínum í heiminum, bróður mínum, Tim,“ sagði Phil.

Það er enginn sem mér líkar við, elska eða virði meira en Tim og fyrir okkur að eiga þennan tíma það sem eftir er ársins er eitthvað sem ég hlakka til.“