Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 12:00

Rolex heimslistinn: So Yeon Ryu nr. 1

Seta hinnar ungu, thaílensku Ariyu Jutanugarn varð ekki löng í 1. sæti Rolex heimslista kvenna.

Í þessari viku hefir  So Yeon Ryu velt henni úr sessi, eftir glæstan sigur á Wallmart NW Arkansas Championship.

Staðan á efstu 10 á Rolex heimslista kvenna þessa vikuna er því eftirfarandi:

Nr. 1 So Yeon Ryu

Nr. 2 Ariya Jutanugarn

Nr. 3 Lydia Ko

Nr. 4 Lexi Thompson

Nr. 5 In Gee Chun

Nr. 6 Shanshan Feng

Nr. 7 Inbee Park

Nr. 8 Sung Hyun Park

Nr. 9 Amy Yang (kemst á topp 10 eftir góðan árangur á Wallmart en hún var nr. 11 áður)

Nr. 10 Anna Nordqvist