Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 10:00

LPGA: Dagskrá Ólafíu Þórunnar á KPMG risamótinu

Svo sem Golf 1 greindi frá varð Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fyrst íslenskra kylfinga til þess að öðlast þátttökurétt á risamóti, þ.e. KPMG risamótinu sem er 2. stærsta mót á mótaskrá LPGA.

Það leiðréttist að Ólafía Þórunni hafi hlotið boð á mótið af hálfu styrktaraðila síns; hún komst þangað vegna stiga sem hún vann sér inn á Wallmart mótinu – Glæsileg hún Ólafía Þórunn!!!

Dagskrá Ólafíu fyrir KPMG mótið í Chicago er eftirfarandi:

Í dag: Spilar níu holur – Smá hvíld – kl. 14.15 Myndataka með Stacy Lewis, síðan verður golfkeppni (þrautir) milli Lydiu Ko, Stacy Lewis, Brooke Hendersson og Phil Mickelson
Kl. 18.30 verður fréttafundur – umræður og viðtölu – Ólafía kemur fram sem fulltrúi nýliðanna ( Rookies)

Á morgun: Spilar 18 holur Pro Am kl. 8.00 – Hvíld – Pro Am party kl. 18.30

Miðvikudag: 9 holur æfingahringur – Kl. 14.55 Kynning sem Lindsay Vonn Ólympíugullverðlaunahafi, sem og heimsmeistari í skíðaíþróttum ( fyrrverandi kærasta Tiger Woods) heldur í ca. ½ tíma. Hvíld restina af deginum.

Fimmtudag: Á rástíma kl. 09.20 frá 1. teig.

Föstudag: Á rástíma kl. 14.20 frá 10 teig.