Önnur mynd en sú sem birtist af Ólafíu með íslenska fánann í Women&Golf en allt eins góð … ef ekki betri…
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 21:00

LPGA: Ólafía hlaut $5.483 f. 55. sætið á Wallmart mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, deildi 55. sætinu ásamt 7 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-55 á Wallmart NW Arkansas Championship.

Ólafía Þórunn lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (69 70 70).

Fyrir árangur sinn í mótinu hlaut hún tékka upp á $ 5.483 (u.þ.b. 580.000,- íslenskar krónur).

So Yeon Ryu frá S-Kóreu sigraði í mótinu, en hún lék á samtals 18 undir pari, 195 höggum (65 61  69).

Mótið fór fram dagana 23.-25. júní 2017 í Arkansas.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wallmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: