Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR í höfuðstöðvum KPMG á Íslandi 8. febrúar 2017. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 23:30

LPGA: Ólafía tekur þátt í KPMG risamótinu í Chicago

Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur var boðið að taka þátt í KPMG risamótinu í Chicago.

Mótið fer fram á norðurvelli Olympia Fields Country Club, dagana 29. júní – 2. júlí 2017.

Þetta er næst stærsta LPGA mót ársins og mikill heiður að vera boðið á mótið.

Það með er Ólafía Þórunn fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila í risamóti!

Ólafía Þórunn er orðin nokkuð góð í öxlinni, var hjá lækni og sjúkranuddara hér heima.

Það og íslenskur „kjarnamatur“ og YUMI Cell Energy heilsubótafæði áttu sinn þátt í batanum.

Ef vel gengur á KPMG risamótinu þá bætast boðsmót við!