Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 20:45

LPGA: Lítur vel út hjá Ólafíu e. 9 holur 2. hrings Wallmart mótsins – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, er nú við keppni á 2. keppnisdegi á Wallmart NW Arkansas Championship.

Eftir 9 holu leik er hún samtals á 4 undir pari.

Í gær eftir 1. hring var hún á 2 undir pari, 69 höggum og nú á fyrri 9 annars keppnisdags hefir hún bætt við 2 fuglum og er nú samtals 4 undir þegar eftir á að spila 9 holur.

Vonandi nær hún að bæta við fuglum og færast ofar á skortöflunni seinni 9 ….. og komast gegnum niðurskurð í 5. sinn af 11 LPGA mótum sem hún hefir tekið þátt í!!!!

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á Wallmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: