Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-13 í Noregi

Axel Bóasson, GK, tók þátt í Borre Open, sem fram fór í golfklúbbi Borre, í Horten, Noregi.

Mótið er hluti af Nordic Golf League og fór fram dagana 20.-22. júní 2017 og lauk því í dag.

Axel lauk keppni á samtals 8 undir pari, 211 höggum (70 68 73) og deildi 13. sæti með 2 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-13 af þeim 56, sem komust í gegnum niðurskurð.

Andri Þór Björnsson, GR, tók einnig þátt í mótinu. Hann komst í gegnum niðurskurð og varð í 47. sæti á samtals 3 yfir pari.

Sigurvegari mótsins var Per Längfors frá Svíþjóð á samtals 12 undir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG tóku einnig þátt í mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurð eftir 2. hring.

Til þess að sjá lokastöðuna á Borre Open SMELLIÐ HÉR: