Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 12:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 13:03 á morgun á Wallmart NW Arkansas Championship

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt í 11. LPGA móti sínu í dag en það er  Wallmart NW Arkansas Championship.

Mótið fer fram í Rogers, Arkansas og á Ólafía Þórunn rástíma kl. 8:03 að staðartíma (kl. 13:03 að íslenskum tíma) á morgun, föstudaginn 23. júní, en mótið stendur 23.-25. júní 2017.

Ólafía er í ráshóp með Minu Harigae frá Bandaríkjunum (sjá kynningu Golf 1 á Minu með því að SMELLA HÉR:) og danska kylfingnum Therese O´Hara (sjá kynningu Golf1 á Therese með því að SMELLA HÉR:)

Ólafía Þórunn hefir 4 sinnum komist í gegnum niðurskurð af þeim 10 LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í.

Ólafía Þórunn hefir verið á kljást við m.a. verki í öxl og er vonandi að hún sé búin að ná sér og mæti frísk til leiks í dag.

Við hér á Golf 1 óskum henni alls hins besta!!!

Fylgjast má með Ólafíu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: