Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 11:00

GK: Arnór Ingi á besta skorinu á Opna Subway

Opna Subway mótið var haldið á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 2017 og er þetta mót búið að vera lengi á mótaskrá Keilis og er mótið alltaf jafn glæsilegt. Allir þáttakendur fengu bolta, drykk og frímiða á Subway og að sjálfsögðu heimavöll Íslandsmótsins í golfi 2017 til að kljást við. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir besta skor í höggleik og 5 efstu í punktakeppni. Balli ræsir keyrði svo út fullt af aukaverðlaunum, sem voru í boði. Golfklúbburinn Keilir vill þakka Subway á Íslandi fyrir að styrkja þetta mót með glæsilegum vinningum og nándarverðlaunum. SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf. rekur 23 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land.

Hér koma svo helstu úrslit en þess ber að geta að sigurvegarinn í punktakeppninni Malai Rattanawiset vann einnig punktakeppninna í fyrra.

Besta skor dagsins:
Arnór Ingi Finnbjörnsson 71 högg

Punktakeppni:
1. Malai Rattanawiset 42
2. Gunnar Sverrir Ásgeirsson 41
3. Magnús Rósinkrans Magnússon 40
4. Þorsteinn Reynir Þórsson 37
5. Hilmar Stefánsson 36

Nándarverðlaun:
Næstur holu 4. braut – Björgvin Sigurðsson 2,14 m
Næstur holu 6. Braut – Þorsteinn Reynir Þórsson 1,44 m
Næstur holu 10.braut – Andri þór Björnsson 2,47 m
Næstur holu 16. Braut – Theodór Freyr Hervarsson 2,88 m
Næstur holu í 2 höggum 18.braut – Sigurlaug Rún 5,65 m
Lengsta drive 9. Braut – Sigurlaug Rún Jónsdóttir

Vinningaskrá Opna Subway 2017
1. sæti: 80.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
2. sæti: 60.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
3. sæti: 50.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
4. sæti: 40.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.
5. sæti: 30.000 króna Ferðavinningur frá Úrval útsýn.

Besta skorið: 80.000 króna gjafabréf frá Úrval útsýn.

Golfskór í nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.
Nándaverðlaun á 18 braut, næstur holu í 2 höggum.
Verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 9 braut.

Vinningshafar geta þeir sótt vinningana á skriftsofu Keilis. Viningshafar hafa 6. mánuði til að vitja vinninga.