Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 05:00

Gísli úr leik

Gísli Sveinbergsson, GK, lék í 32 manna úrslitum í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins.

Eftir 1. dag mótsins var Gísli á stórglæsilegu skori 64 höggum og í 1. sæti, en eftir annan keppnisdag og hring upp á 73 högg var Gísli T-11.

Hann fór beint í 32 manna úrslitin og þar mætti hann enska kylfingnum George Baylis.

Baylis vann í viðureign þeirra 5&4 og er Gísli því úr leik.

Því miður fær Gísli þar með ekki þátttökurétt á Opna breska risamótið, sem hefði verið stórkostlegt tækifæri fyrir hann.

Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: