Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 07:00

Ástæður þess að upp úr samstarfi Phil og Bones slitnaði

Phil Mickelson hefir ákveðið að ljúka samstarfi sínu til 25 ára við kylfusvein sinn Jim ‘BonesMackay.

Með Mackay á pokanum hefir Mickelson unnið 5 risamótstitla og 41 titil á PGA Tour. Það kemur því verulega á óvart að þeir báðir hafi ákveðið að skilja að skiptum.

Skv. Mickelson, var ákvörðunin um að ljúka samstarfinu sameiginleg og héðan í frá mun Tim, bróðir Phil, vera á pokanum hjá honum.

Aðspurður um ákvörðunina að ljúka samstarfinu við Bones, þá sagði Phil að það hafi ekki verið ákvörðun, sem auðvelt hafi verið að taka.

Ákvörðun okkar byggist ekki á einhverju einu tilviki. Bones er sá kylfusveinn, sem hefir mestu þekkinguna og gefur sig mest af öllum í verkið af öllum í heiminum,“ sagði Mickelson m.a. í viðtali við BBC Sport.

Phil ber greinilega gríðarlega virðingu fyrir Bones og sagði að sá sem fengi Bones sem kylfusvein sinn á eftir honum, myndi verða virkilega þakklátur.

Næsti kylfingur sem vinnur með honum (Bones) mun augljóslega vera mjög heppinn. Samband mitt og saga með Bones fer langt fram úr öllu golfi. Hann hefir verið einn af mikilvægustu og bestu mönnum í lífi mínu frá þeim degi sem við hittumst og ég mun alltaf vera þakklátur fyrir allt sem hann hefir gert fyrir mig.“

Þrátt fyrir að þetta sé sameiginleg ákvörðun að hætta samstarfinu þá er þetta samt undarleg ákvörðun hjá Phil og Bones sem hafa átt svo mikilli velgengni að fagna á sl. áru.

Staðreyndin er sú að frá því að Bones varð kylfusveinn Phil, hefir Phil unnið sér inn yfir $80 milljónir í verðlaunafé og það eru ekki margar kylfings/kylfusveina tvenndir sem gengur betur.

Aðspurður um skilnaðinn þá var Bones fljótur til að hrósa Phil fyrir að hafa ráðið hann og óskaði honum alls hins besta í framtíðinni.

Þegar Phil réði mig 1992 þá átti ég mér einn draum: að vera kylfusveinn í Ryder bikarnum. Á síðasta ári í Hazeltine, spilaði Phil í 11 sinn í röð í Ryder Cup. Það var svo svalt að vera á fyrsta bekk.“

Ég óska Phil ekkert nema hins besta. Leikur hans er enn á æðsta stigi og þegar hann sigrar í framtíðinni (og alveg örugglega á Masters) þá mun ég vera meðal þeirra fyrstu sem óska honum til hamingju.“

Það verður áhugavert að sjá hver fær Bones sem kylfusvein sinn og það verður jafnspennandi að fylgjast með hvernig Mickelson gengur með bróður sinn, Tim, sem kylfusvei í framtíðinni.

Áhangendur Phil vona auðvitað að aðskilnaðurinn við Bones hafi ekki of mikil áhrif á spil hans, en þegar langtímasambönd enda þá er oft eins og nokkurskonar yfirgangsperíóða – lítið bara á Manchester United.

Hvað verður mun aðeins framtíðin leiða í ljós …. og svo er ekkert loku fyrir það skotið að þeir Phil og Bones taki upp samstarf aftur þar sem allt er gott milli þeirra.