Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 01:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-21 á Hauts de France Golf Open!

Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í Hauts de France Golf Open mótinu, sem er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Mótið fór fram í Saint Omer golfklúbbnum í Lumbres, Frakklandi og stóð dagana 15.-18. júlí 2017.

Birgir Leifur lék á samtals sléttu pari, 284 höggum (72 71 71 70) og varð T-21.

Á lokahringnum lék Birgir Leifur flott golf – kom í hús á 1 undir pari, með 3 fugla, 13 pör og 2 skolla.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hauts de France Golf Open SMELLIÐ HÉR: