Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 71 höggi 3. dag Hauts de France Golf Open!

Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í Hauts de France Golf Open mótinu, sem er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Mótið fer fram í Saint Omer golfklúbbnum í Lumbres, Frakklandi og stendur dagana 15.-18. júlí 2017.

Birgir Leifur hefir samtals leikið á 1 yfir pari, 214 höggum (72 71 71) og er T-32 eftir 3. keppnisdag.

Á 3. hring, sem BirgirLeifur spilaði á sléttu pari, fékk hann 2 fugla, 14 pör og 2 skolla.

Til þess að sjá stöðuna á Hauts de France Golf Open SMELLIÐ HÉR: