Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 17:00

Guðrún Brá fer upp í 13. sæti á 2. degi Opna breska áhugamannamótsins – Glæsileg!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Opna breska áhugamannamótinu – en spilað er á North Berwick.

Hún er samtals búin að spila á 2 yfir pari, 144 höggum (74 70).

Eftir 1. dag var Guðrún Brá T-57 en hún fór upp um 44 sæti og er nú í 13. sæti eftir 2. keppnisdag.

Þátttakendur voru 144 og var skorið niður í dag og aðeins 64 fá að spila holukeppni næstu 2 daga.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: