Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 07:00

LPGA: Lexi leiðir f. lokahring Manulife

Það er bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson, nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, sem leiðir fyrir lokahring Manulife LPGA Classic.

Lexi hefir spilað fyrstu 3 keppnishringi Manulife á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 65 67).

Einu höggi á eftir er bandaríski kylfingurinn Lindy Duncan á samtals 16 undir pari – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Duncan með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti er síðan nr. 5 á Rolex-heimslista kvenna,  In Gee Chun frá S-Kóreu, á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna í heild á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: