Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía Þórunn á 73 höggum á Manulife LPGA Classic – Hápunktar 1. dags

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik í gær á Manulife LPGA Classic.

Eftir erfiða byrjun sýndi Ólafía Þórunn karakter og náði að klára hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum.

Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 4 fugla, 3 skolla, og 1 skramba og er T-82 og því miður 1 höggi undir niðurskurðarlínunni.

Hún verður því að eiga feykigóðan hring til þess að komast i gegnum niðurskurð

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: