Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Aguilar efstur á Lyoness Open – Hápunktar 1. dags

Þann 8. -11. júní 2017 fer fram Lyoness Open í Austurríki og er það mót vikunnar á Evróputúrnum.

Eftir 1. dag er það Felipe Aguilar frá Chile sem er í efsta sæti; lék 1. hring á 7 undir pari, 65 glæsihöggum.

Á hringnum fékk Aguilar 8 fugla og 1 skolla – Verið er að spila 2. hring.

Til þess að sjá stöðuna á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: