Cheyenne Woods tekur þátt í US Open!
Frænka Tiger Woods og fyrrum skóla- og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur, Cheyenne Woods, tók þriðjudaginn fyrir viku þ.e. 30. maí 2017 þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska kvenrisamótið eða US Open kvenna.
Úrtökumótið fór fram á Eisenhower golfvelli Industry Hills golfklúbbsins í Industry, Kaliforníu.
Cheyenne átti tvo frábæra hringi upp á 141 högg (71 70), líkt og bandaríski kylfingurinn Brianna Do, sem einnig tók þátt í mótinu og urðu þær efstar og jafnar í þessu úrtökumóti í Industry, þar sem 74 þátttakendur voru – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á á Briönnu Do með því að SMELLA HÉR:

Cheyenne Woods kampakát eftir sigurinn á Industry úrtökumótinu fyrir US Open 2017
Einungis tvær efstu úr Industry úrtökumótinu fengu þátttökurétt á Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem fram fer í Trump National golfklúbbnum í Bedminster, New Jersey, dagana 10-16. júní n.k.
Önnur vinkona Ólafíu Þórunnar á LPGA, Angel Yin varð því miður T-3 ásamt Benyöpu Niphatsophon frá Thaílandi í Industry úrtökumótinu – (báðar á 143 höggum – Yin (76 67) og Niphatsophon (68 75) ) og er Yin líkt og Valdís Þóra, 1. varamaður úr sínu úrtökumóti inn á Opna bandaríska.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
