Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2017 | 07:00

Ólafía Þórunn hefur keppni á Manulife á morgun kl. 18:05

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hefur keppni á morgun í Cambridge Ontario í Kanada, á Manulife LPGA Classic mótinu.

Mótið stendur dagana 8.-11. júní 2017

Þetta er 10. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA.

Í ráshóp með Ólafíu eru ensku kylfingarnir Stephanie Meadow og Holly Clyburn. Sjá kynningu Golf 1 á Meadow með því að  SMELLA HÉR: og Clyburn. með því að SMELLA HÉR: 

Ólafía fer út kl. 18:05 að íslenskum tíma (2.05 pm að kanadískum) og má fylgjast með gengi Ólafíu með því að SMELLA HÉR: